Lýðræðissetrið ehf. - Reynsla af sjóðvali

Merki Lýðræðissetursins

Lýðræðissetrið Demokratisentret Democracy Center

Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu

Sjóðval um skólamál

Það einkennir íslenska skóla, að hlutur hins opinbera í fjárútlátum og reglum er ráðandi. Enda þótt ekki sé veigamikill ágreiningur um það, eru álitaefnin mörg um fjárútlát og reglur. Nemendagjöld eru; þau mætti hækka eða lækka, leggja af sums staðar og taka upp annars staðar. Skólum er lagt til fé eftir nemendafjölda, námsstigi og kennslugreinum. Þar kunna að vera álitaefni. Meginhugsunin um tækifæri alls almennings til náms kann að móta viðbrögð við hugmyndum um breytingar í þessum efnum. Það er byggt inn í sjóðval um stórmál, að málefnið með þessa meginhugsun að leiðarljósi getur verið allt undir, samanber greinina Fjárhagsáætlun í Lýðræði með raðvali og sjóðvali, eftir því sem þátttakendur kæra sig um, enda þótt aðeins sé fjallað um takmörkuð atriði í senn.

Lesa meira …

Sjóðval þingmanna og varaþingmanna

Lýðræðissetrið hefur lagt drög að sjóðvali þingmanna og varaþingmanna um tvö mál: fiskveiðistjórn og rammaáætlun um virkjun og vernd orkulinda. Oddvitar þingsveitanna voru látnir vita í janúar 2008. Síðan var talað við þingmenn og varaþingmenn, hvern fyrir sig (stundum tvo í einu). Ráðherrar eru ekki með, en bætt við manni á sama framboðslista. Samtölum við 115 vegna þáverandi þings lauk í mars 2009. Með nýju þingi í apríl bættust við 82 að tala við. Samtölunum lauk í apríl 2010. Málið var því kynnt þingmönnum og varaþingmönnum tveggja kjörtímabila. Þeim gefst öllum kostur á að vera með. Talað var við langflesta.

Lesa meira …

Almennt sjóðval í Skaftárhreppi

Almennt sjóðval fór fram í Skaftárhreppi að forgöngu Lýðræðissetursins á tímabilinu nóvember 2009 til nóvember 2010. Að svo búnu var hvers konar félögum í hreppnum tilkynnt, að nú léti setrið hreppsbúum eftir frumkvæði að sjóðvali, en byði leiðbeiningar og aðgang að forriti, sem er í vörslu SKÝRR. Þetta er tilefni til að gera grein fyrir verkinu allt frá aðdraganda þess og málunum sjö.

Lesa meira …

Rammaáætlun-sjóðval

Alþingi lauk störfum í júní 2011 án þess að afgreiða tillögu, sem lögð hafði verið fram, um rammaáætlun um virkjunarhugmyndir. Áætlunin, eins og hún var lögð fram, er að því leyti í lausu lofti, að allmargar virkjunarhugmyndir eru settar í bið og ekki kveðið á um, hvernig afgreiða skuli þær. Þá voru ýmsir virkjunarkostir ekki teknir til athugunar.

Lesa meira …

Sjóðval um fiskveiðistjórn

Lýðræðissetrið aflýsti sjóðvali þingmanna/varaþingmanna um fiskveiðistjórn með tilkynningu til þátttakenda 29. desember 2010, nokkurn veginn svofelldri:

Fáir hafa skráð sig til þátttöku í sjóðvalinu. Mikill munur er á þátttöku miðað við stærð flokkanna á þingi. Þannig vaxið sjóðval getur ekki orðið til leiðsagnar um mótun fiskveiðistjórnar á þingi, eins og vonir stóðu til. Þess vegna er því aflýst.

Lesa meira …