Á Hvanneyri í Borgarfirði átti að velja lóð fyrir tvær byggingar, aðra fyrir rannsóknarstofu bændaskólans og hina fyrir bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Ríkið á jörðina. Landbúnaðarráðuneytið bað skólastjóra, staðarhaldarann, að benda á heppilegar lóðir. Ýmsar skoðanir voru um staðarval. Staðarbúar þurftu að taka tillit til starfsemi bændaskólans og bútæknideildar og meta áhrif staðarvals á vélaumferð og aðra umferð á íbúðarhúsasvæðum.

Árið 2004 var þjóðinni valið blóm. Stuðst var við skoðanakönnun á vegum Landverndar og Morgunblaðsins. Þetta var á hendi hins opinbera, stjórnað af fulltrúum fjögurra ráðuneyta, en Landvernd hafði framkvæmdina. Skoðanakönnunin fór fram á netinu 1. til 15. október með póstlögðum atkvæðaseðlum, sem birtust í Morgunblaðinu. Úrslit voru kynnt á fundi í Salnum í Kópavogi 22. október að viðstöddum forseta Íslands og landbúnaðarráðherra. Þátttakendur voru 7025 og gildir seðlar 6919. Þar var því lýst, að stuðst hefði verið við raðvalsaðferð, þannig að þátttakendur gátu skipað ákveðnum sjö blómum í 1. til 7. sæti.

Almenn atkvæðagreiðsla um nýskipan hreppanna í landinu fór fram árið 1993. Nefnd á vegum ríkisins hafði lagt til sameiningu, sem varðaði mestan hluta landsins. Tillögurnar voru bornar upp í viðkomandi hreppum. Í tveimur þriðju hreppanna snerist meirihlutinn á móti tillögu nefndarinnar. Þó að tillögunni væri hafnað, varð ekki vitað, hvað fólk vildi, þar sem ekki var víst, að fólk vildi óbreytt ástand.

Vorið 2008 stóð Landvernd stóð fyrir raðvali um vegarstæði milli Þingvallavatns og Laugarvatns og naut þar aðstoðar Lýðræðissetursins. Raðvalið fór fram á netinu á mbl.is

Settar voru fram fimm leiðir til að raðvelja. Leið 1 var þáverandi vegarstæði. Leið 2 var vegstæðið, sem Vegagerðin hélt fram. Gild atkvæði voru 1351.

Tillaga um sameiningu fimm hreppa í einn var lögð fyrir almenning í hreppunum. Um leið var könnuð afstaða til nafns á hreppnum, sem mundi myndast við sameininguna. Um 13 nöfn var að velja. Á atkvæðaseðlinum var kjósandanum bent á að merkja 1 við það nafn, sem honum félli best „og svo framvegis”. Nánari leiðbeining var á kjörstað. Aðferðin var ekki kynnt fyrirfram öðrum en nokkrum kjörstjórnarmönnum, og nöfnin voru ekki kynnt fyrr en daginn fyrir kjördag.