Almenn atkvæðagreiðsla um nýskipan hreppanna í landinu fór fram árið 1993. Nefnd á vegum ríkisins hafði lagt til sameiningu, sem varðaði mestan hluta landsins. Tillögurnar voru bornar upp í viðkomandi hreppum. Í tveimur þriðju hreppanna snerist meirihlutinn á móti tillögu nefndarinnar. Þó að tillögunni væri hafnað, varð ekki vitað, hvað fólk vildi, þar sem ekki var víst, að fólk vildi óbreytt ástand.