-
Kosning stjórnarnefndar undirbúin með sjóðvali
Sjóðval er viðhaft til að nefndin verði samvalið lið.
...
Stjórnin er fimm manna. Kosningin hefst á því, að fráfarandi stjórn, ABCDE, leggur fram tillögu, með sömu mönnum að mestu, nefnilega ABCEF. Uppi eru ýmsar skoðanir, menn eru vitaskuld í misjöfnu áliti, og hugmyndir eru um að hafa í stjórninni konur, karla, unga, gamla, reynda og óreynda. Fram koma fleiri tillögur, fyrst tillagan ABCEG. Hún fær fleiri stig en tillaga stjórnar. Þá kemur tillaga um H í stað G, en hún fær færri stig. Þá kemur tillagan GH í -
Umfangsmikið sjóðval útfært
Setjum sem svo, að til standi í Stórahreppi að undirbúa í sjóðvali afgreiðslu nokkurra málaflokka og afgreiða málin að lokum í hefðbundinni atkvæðagreiðslu, það er að segja með, móti, hjáseta. Um er að ræða skólamál, samgöngumál og félagsmál. Einn málaflokkanna er tekinn til athugunar og umræðu, sem kann að enda í óeiningu í nokkrum málum. Málin, sem ekki er eining um, eru tekin saman og afgreidd í einni lotu í sjóðvali. Málaflokkurinn er þá lagður á hilluna án lokaafgreiðslu. Síðan er farið eins með hina
... -
Raðval - lóð undir tvær byggingar
Á Hvanneyri í Borgarfirði átti að velja lóð fyrir tvær byggingar, aðra fyrir rannsóknarstofu bændaskólans og hina fyrir bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Ríkið á jörðina. Landbúnaðarráðuneytið bað skólastjóra, staðarhaldarann, að benda á heppilegar lóðir. Ýmsar skoðanir voru um staðarval. Staðarbúar þurftu að taka tillit til starfsemi bændaskólans og bútæknideildar og meta áhrif staðarvals á vélaumferð og aðra umferð á íbúðarhúsasvæðum.
-
Raðval um sameiningu
Almenn atkvæðagreiðsla um nýskipan hreppanna í landinu fór fram árið 1993. Nefnd á vegum ríkisins hafði lagt til sameiningu, sem varðaði mestan hluta landsins. Tillögurnar voru bornar upp í viðkomandi hreppum. Í tveimur þriðju hreppanna snerist meirihlutinn á móti tillögu nefndarinnar. Þó að tillögunni væri hafnað, varð ekki vitað, hvað fólk vildi, þar sem ekki var víst, að fólk vildi óbreytt ástand.
-
Nafn raðvalið
Tillaga um sameiningu fimm hreppa í einn var lögð fyrir almenning í hreppunum. Um leið var könnuð afstaða til nafns á hreppnum, sem mundi myndast við sameininguna. Um 13 nöfn var að velja. Á atkvæðaseðlinum var kjósandanum bent á að merkja 1 við það nafn, sem honum félli best „og svo framvegis”. Nánari leiðbeining var á kjörstað. Aðferðin var ekki kynnt fyrirfram öðrum en nokkrum kjörstjórnarmönnum, og nöfnin voru ekki kynnt fyrr en daginn fyrir kjördag.
-
Sjóðval um skólamál
Það einkennir íslenska skóla, að hlutur hins opinbera í fjárútlátum og reglum er ráðandi. Enda þótt ekki sé veigamikill ágreiningur um það, eru álitaefnin mörg um fjárútlát og reglur. Nemendagjöld eru; þau mætti hækka eða lækka, leggja af sums staðar og taka upp annars staðar. Skólum er lagt til fé eftir nemendafjölda, námsstigi og kennslugreinum. Þar kunna að vera álitaefni. Meginhugsunin um tækifæri alls almennings til náms kann að móta viðbrögð við hugmyndum um breytingar í þessum efnum. Það er byggt inn í
... -
Þjóðarblóm
Árið 2004 var þjóðinni valið blóm. Stuðst var við skoðanakönnun á vegum Landverndar og Morgunblaðsins. Þetta var á hendi hins opinbera, stjórnað af fulltrúum fjögurra ráðuneyta, en Landvernd hafði framkvæmdina. Skoðanakönnunin fór fram á netinu 1. til 15. október með póstlögðum atkvæðaseðlum, sem birtust í Morgunblaðinu. Úrslit voru kynnt á fundi í Salnum í Kópavogi 22. október að viðstöddum forseta Íslands og landbúnaðarráðherra. Þátttakendur voru 7025 og gildir seðlar 6919. Þar var því lýst, að
... -
Raðval um Gjábakkaveg
Vorið 2008 stóð Landvernd stóð fyrir raðvali um vegarstæði milli Þingvallavatns og Laugarvatns og naut þar aðstoðar Lýðræðissetursins. Raðvalið fór fram á netinu á mbl.is
Settar voru fram fimm leiðir til að raðvelja. Leið 1 var þáverandi vegarstæði. Leið 2 var vegstæðið, sem Vegagerðin hélt fram. Gild atkvæði voru 1351.
-
Almennt sjóðval í Skaftárhreppi
Almennt sjóðval fór fram í Skaftárhreppi að forgöngu Lýðræðissetursins á tímabilinu nóvember 2009 til nóvember 2010. Að svo búnu var hvers konar félögum í hreppnum tilkynnt, að nú léti setrið hreppsbúum eftir frumkvæði að sjóðvali, en byði leiðbeiningar og aðgang að forriti, sem er í vörslu SKÝRR. Þetta er tilefni til að gera grein fyrir verkinu allt frá aðdraganda þess og málunum sjö.
-
Sjóðval um fiskveiðistjórn
Lýðræðissetrið aflýsti sjóðvali þingmanna/varaþingmanna um fiskveiðistjórn með tilkynningu til þátttakenda 29. desember 2010, nokkurn veginn svofelldri:
Fáir hafa skráð sig til þátttöku í sjóðvalinu. Mikill munur er á þátttöku miðað við stærð flokkanna á þingi. Þannig vaxið sjóðval getur ekki orðið til leiðsagnar um mótun fiskveiðistjórnar á þingi, eins og vonir stóðu til. Þess vegna er því aflýst.
-
Sjóðval þingmanna og varaþingmanna
Lýðræðissetrið hefur lagt drög að sjóðvali þingmanna og varaþingmanna um tvö mál: fiskveiðistjórn og rammaáætlun um virkjun og vernd orkulinda. Oddvitar þingsveitanna voru látnir vita í janúar 2008. Síðan var talað við þingmenn og varaþingmenn, hvern fyrir sig (stundum tvo í einu).
... -
Rammaáætlun-sjóðval
Alþingi lauk störfum í júní 2011 án þess að afgreiða tillögu, sem lögð hafði verið fram, um rammaáætlun um virkjunarhugmyndir. Áætlunin, eins og hún var lögð fram, er að því leyti í lausu lofti, að allmargar virkjunarhugmyndir eru settar í bið og ekki kveðið á um, hvernig afgreiða skuli þær. Þá voru ýmsir virkjunarkostir ekki teknir til athugunar.