Lýðræðissetrið ehf. - Umhverfismál

Merki Lýðræðissetursins

Lýðræðissetrið Demokratisentret Democracy Center

Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu

Umhverfismál snúast iðulega um að heimila eða banna, með ýmsum skilyrðum. Þá getur það, sem í upphafi sýnist vera spurning um að vera með eða á móti, orðið álitaefni með margvíslegri útfærslu, og þá blasir við að raðvelja, hvort heldur málið er á hendi kjörinna fulltrúa eða borið undir almenning.

Í Lýðræði með raðvali og sjóðvali er fjallað um vandræðagang, sem ekki hefði orðið með raðvali, við skoðanakönnun um bann eða leyfi (sjá greinina Hvað varðar aðra um hundinn minn?). Í kaflanum Stórmál er fjallað um sjóðval við stjórn á nýtingu og varðveislu auðlinda.