Þegar er ljóst, að raðval leiðir ekki til hlutfallskosningar. Við hlutfallskosningu eru bornir fram listar, venjulega með jafnmörgum mönnum og kjósa skal, en fjöldinn, sem nær kosningu af hverjum lista, er í hlutfalli við atkvæðatölu listanna. Hér verður kynnt önnur aðferð með raðvali. Hún er þannig, líkt því sem er við hlutfallskosningu, að stillt er saman í frambjóðendagengi jafnmörgum mönnum og kjósa skal, en ólíkt því, sem er á listum við hlutfallskosningu, getur sami maður verið í fleiri frambjóðendagengjum. Um það er að ræða að velja eitt þessara frambjóðendagengja með raðvali. Þar sem allir í genginu ná kjöri, er mönnunum ekki raðað; það er því villandi að tala um lista.

 

Athugum dæmi, þar sem aðalfundur félags kýs þriggja manna stjórn með þessari aðferð. Í félaginu eru þrjár deildir, sem hver um sig beitir sér fyrir kjöri eigin fulltrúa, en þær eru misstórar, ein stór (S), önnur heldur minni (M) og sú þriðja lítil (L). Deildirnar eiga sína frambjóðendur, deild S fjóra: S1, S2, S3, S4; deild M þrjá: M1, M2, M3, og deild L tvo: L1 og L2.

 

Ef S–fólkið gerir ráð fyrir að vera í hreinum meirihluta, gæti það beitt sér fyrir því að fá alla kjörna með því að tefla fram frambjóðendagengjum eins og S1S2S3, S1S2S4 eða S2S3S4. Ef það allt setur þessi frambjóðendagengi ýmist númer 1, 2 og 3 og reynist í meirihluta, tekst því það, hvaða önnur frambjóðendagengi sem fram koma; þannig er raðval.

 

Þeir, sem vilja breidd í fulltrúakjöri, leggja fram gengin L1M1S1, L1M1S2, L2M2S1 og L2M2S2; aðr-ir leggja áherslu á hlutfallslega skiptingu fulltrúa og leggja fram frambjóðendagengin M1S1S2, M1S1S3, M2S1S3, M1M2S1 og M2M3S1, og deild L setur sína fulltrúa fram, hvorn fyrir sig), ásamt frambjóðendum, sem ætla má, að margir styðji, nefnilega: L1S1S2, L1S1S3, L1M1M2, L1M1M3, L2S1S2, L2S1S3, L2M1M2, L2M1M3.

 

 Þó að ekki eigi að kjósa nema þrjá, eru frambjóðendagengin orðin 20; þau gætu reyndar orðið 84 (9!/6!3!=84) með 9 frambjóðendum. Fjöldi frambjóðendagengja getur því orðið svo mikill, að hann verður að takmarka til að ráða við kosninguna.

 

Athugum, hvernig raðval frambjóðendagengjanna 20 færi fram. Þau eru sett þannig upp:

 

            L1M1M2           L1M1S2           L2S1S2             M1S1S3

 

            L1M1M3           L2M2S1           L2S1S3             M2S1S3

 

            L2M1M2           L2M2S2           M1M2S1           S1S2S3

 

            L2M1M3           L1S1S2            M2M3S1           S1S2S4

 

            L1M1S1            L1S1S3            M1S1S2            S2S3S4

 

 

 

Kjósandi, sem vill, að áhrif S–deildar verði sem mest, gæti fyllt kjörseðilinn þannig:

 

            L1M1M2    12   L1M1S2      6   L1S1S2         9   M1S1S3

 

            L1M1M3    13   L2M2S1      7   L2S1S3       10   M2S1S3

 

            L2M1M2    14   L2M2S2    15   M1M2S1       1   S1S2S3

 

            L2M1M3      4   L2S1S2     16   M2M3S1       2   S1S2S4

 

       11 L1M1S1       5   L1S1S3       8   M1S1S2        3   S2S3S4

 

 

 

Til að vinna að því, að sem mest breidd verði í skipan stjórnar, ætti þessi kjörseðill við:

 

       14 L1M1M2      2   L1M1S2    10   L1S1S3         6   M1S1S3

 

       15 L1M1M3      3   L1M1S1    11   L2S1S3         7   M2S1S3

 

       16 L2M1M2      4   L2M2S2    12   M1M2S1            S1S2S3

 

       17 L2M1M3      8   L1S1S2     13   M2M3S1            S1S2S4

 

         1 L2M2S1       9   L2S1S2       5   M1S1S2             S2S3S4

 

 

 

Til að fá L–fulltrúa kjörinn væri þessi kjörseðill heppilegur:

 

         9 L1M1M2      2   L1M1S2      7   L2S1S2             M1S1S3

 

       10 L1M1M3      3   L1M1S1      8   L1S1S2             M2S1S3

 

       11 L2M1M2      4   L2M2S2           M1M2S1           S1S2S3

 

       12 L2M1M3      5   L2S1S3            M2M3S1           S1S2S4

 

         1 L2M2S1       6   L1S1S3            M1S1S2            S2S3S4

 

 

 

Þessi útfærsla á raðvali hefur ekki verið reynd.

  

Formannskjör

 

Við raðval frambjóðendagengja liggur vel við að kjósa formann um leið. Það getur t.a.m. gerst þannig, að formannsefni sé fyrir hvert gengi. Þá getur vel farið svo, að fram komi tvö gengi með sömu mönnum, hvort með sitt formannsefni. Á sama hátt má taka á öðrum stjórnarstörfum.

 

<< Til baka