Lýðræðissetrið ehf. - Stjórnarkjör

Merki Lýðræðissetursins

Lýðræðissetrið Demokratisentret Democracy Center

Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu

Raðval leiðir ekki til hlutfallskosningar. Við hlutfallskosningu eru bornir fram listar, venjulega með jafnmörgum mönnum og kjósa skal, en fjöldinn, sem nær kosningu af hverjum lista, er í hlutfalli við atkvæðatölu listanna. Hér verður kynnt önnur aðferð með raðvali. Hún er þannig, líkt því sem er við hlutfallskosningu, að stillt er saman í frambjóðendagengi jafnmörgum mönnum og kjósa skal, en ólíkt því, sem er á listum við hlutfallskosningu, getur sami maður verið í fleiri frambjóðendagengjum. Um það er að ræða að velja eitt þessara frambjóðendagengja með raðvali. Þar sem allir í genginu ná kjöri, er mönnunum ekki raðað; það er því villandi að tala um lista. Um þetta er fjallað frekar í Lýðræði með raðvali og sjóðvali í greininni Raðval stjórnar og þá einnig um formannskjör.