Um er að ræða tvö tækifæri til að beita sjóðvali til að útkljá ágreining um stjórn á nýtingu auðlinda. Annað er forgangsröðun virkjana. Auðlindin, fallvötn og jarðvarmi, er ekki aðeins hæf til orkuframleiðslu, heldur má líka nýta hana og umhverfi hennar með veiðum og í ferðaútvegi. Sumir kunna að vilja friðun fyrir alla muni. Í þessum efnum eru sjónarmið ólík og hagsmunaárekstrar og má vega og meta með sjóðvali. Hitt tækifærið er stjórn fiskveiða í hafinu. Hafið hefur verið almenningur. Í mörg horn er að líta um áhrif á afrakstur einstakra veiðitegunda og hafsins í heild. Þar eru skoðanir skiptar um ráð og hagsmunaárekstrar.

<< Til baka