Komið hefur fram, að stjórn sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum vill stofna uppbyggingarsjóð til að bæta atvinnuástandið með fé frá Byggðastofnun, sveitarfélögunum og ríkissjóði.

Slík úrræði yrðu líklega kæruefni, ef Ísland gerðist aðili að EES-samningnum.  Þar gilda samkeppnisreglur Evrópska samfélagsins.  Þær heimila að vísu að varið sé opinberu fé til að efla atvinnulíf, en ekki nema ástandið í viðkomandi byggðarlagi sé afleitt.  Þótt mörgum hér þyki ástandið á Suðurnesjum afleitt, telst það ekki svo á mælikvarða Evrópska samfélagsins.  Til þess er atvinnuleysi ekki nægilega mikið og almennar tekjur of háar.

Vísi 10. desember 1992 (Lesendur)