Aðalskipulag er vissulega stórmál, en breytingartillögur við tillögu skipulagsnefndar reynast sjaldan verulegar. Það þýðir ekki, að ekki hafi verið ýmisleg álitaefni, áður en skipulagsnefnd gekk frá tillögu sinni. Vel má hugsa sér að varpa álitaefnum í sjóðval til hlutaðeigandi á vinnslustigi og hafa svo, þegar tillaga nefndarinnar er frágengin, aftur sjóðval um breytingartillögur.