Lýðræðissetrið ehf. - Vistarband. Greinar

Merki Lýðræðissetursins

Lýðræðissetrið Demokratisentret Democracy Center

Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu

Björn S. Stefánsson

epub
Reykjavík 2013
ISBN: 978-9935-457-40-0
Kindle
Reykjavík 2013
ISBN: 978-9935-457-41-7


Á 19. öld hófu íslendingar útgerð fiskiskipa óháð sveitabúskap. Efldist hún verulega, eftir því sem leið á öldina. Ýmsar takmarkanir voru á vistráðningu og á hjúskap og búsetu snauðra til að varast sveitarþyngsli. Engin dæmi eru kunn frá síðari hluta 19. aldar um, að þessar takmarkanir hafi tafið nýmæli í atvinnuháttum. Með eflingu útgerðar og bættum efnahag fjölgaði þeim, sem urðu óháðir takmörkununum, og síður varð ástæða til að varast ómegð snauðra. Um leið kom fram sá skilningur bænda og útgerðarmanna, að almenn lausamennska yrði í þágu þeirra. Þá losaði Alþingi um takmarkanirnar.