Aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu.

Helstu viðfangsefni: Að athuga, hvernig gefst kostur með raðvali og sjóðvali að tefla fram afbrigðum máls og fylgja málstað í samræmi við mat hvers og eins, borið saman við það, sem menn hafa átt að venjast, og þá hvernig málsmeðferð og forsendur félagsstarfs breytist með aðferðunum.

Sjóðval er mest spennandi, það er aðferð við lýðræði hliðstæð almennum gjaldmiðli í hagstjórn.

Staðan 2020

Það breytti miklu um skilninginn á því, hvernig beita má sjóðvali, þegar sett var fram, hvernig má viðhafa það í stórmálum. Því var fyrst lýst árið 2003 í Lýðræði með raðvali og sjóðvali. Nýrri ritsmíðar sýna æ skýrar, hvernig í hagnýtingu raðvals og sjóðvals eiga að geta birst vinnubrögð og andi, sem einkennir samfélag, sem er gott.

Málstofa á stjórnmálafræðistofnun Háskólans í Osló 12. nóvember 2019 um RRaðval og sjóðval—Staðan í árslok 2018. Greinar og athugasemdir síðan 2003. Höfundur beindi athyglinni að eftirfarandi efnum (tölur vísa til greina í bókinni):

1. Álit tjáð í atkvæðagreiðslu (26) ásamt athugun (7) og stuttri skýringu (27).
2. Náttúruvernd og stjórn auðlinda, nr. 1, 2, 3, 5, 6, 20.
3. Kosning, bæði í raðvali og sjóðvali, nr. 8, 10, 12, 17, 25.
4. Stofnsamþykktir, stjórnarskrá, nr. 9, 21.

Að því er varðar sjóðval var bent á, að málsmeðferð má enda með raðvali eða á hefðbundinn hátt, eftir því sem mönnum sýnist.

Með vísan til inngangsins (Staðan í árslok 2018) ályktar höfundur heldur eindregnar en áður, nefnilega að um sé að ræða, þegar báðar aðferðir eru hafðar í huga, stjórnarlíkan, sem fléttar betur saman markaðsbúskap og lýðræði en önnur líkön.