Raðval hefur ekki reynst erfitt í framkvæmd. Tökum dæmi þar sem um fernt er að velja. Það getur til að mynda verið kosning formanns eða forseta. Nú tíðkast, að kjósandi merkir með krossi við einn. Hugsum okkur hins vegar, að raðval sé viðhaft og kosið sé um A, B, C og D. Þá getur kjósandi raðað öllum í sæti eða valið þann, sem hann kýs helst og gert ekki upp á milli hinna, eða raðað þeim, sem hann vill helst og þeim, sem hann vill síst og gert ekki upp á milli hinna. Í töflunni hér fyrir neðan er sýnt hvernig 4 kjósendur röðuðu.

 

 

Jón

Anna

Árni

Gyða

A

1

 

1

1

B

4

1

 

 

C

2

 

4

 

D

3

2

 

 

 

Reglur í útreikningi raðvals eru líkar og á skák­móti, þar sem allir tefla við alla. Öll afbrigði eru borin saman og 1 stig fæst fyrir hvern vinning.

Skoðum stigagjöfina hjá Jóni og höfum töfluna til hliðsjónar.

Hjá Jóni fær

A 3 stig, því A sigrar B, C og D.

C 2 stig, því C sigrar B og D.

D 1 stig, því D sigrar B.

B fær ekkert stig, því það lenti í neðsta sæti. 

 

 

Jón

Anna

Árni

Gyða

Samtals

A

3

0,5

3

3

9,5

B

0

3

1,5

1

5,5

C

2

0,5

0

1

3,5

D

1

2

1,5

1

5,5