Prófkjör tíðkast við að móta framboðslista. Svo getur farið, að enginn þeirra, sem tóku þátt í því, hafi viljað það, sem varð niðurstaða. Raðval er heppilegt í þessu efni, sjá greinina Raðval stjórnar í Lýðræði með raðvali og sjóðvali.
Stundum fer fram skoðanakönnun (forkosning, prufukosning) til þess að fá hugmynd um, áður en gengið er til atkvæða eða kosningar, hvaða afbrigði eða hvaða menn standa sterkast og hvað nýtur svo lítils stuðnings, að ástæðulaust er að fjalla frekar um það. Um raðval þannig notað er fjallað í greininni Sameiginleg ábyrgð: Raðval til þreifinga um samkomulag í Lýðræði með raðvali og sjóðvali, en vikið er að efninu í kaflanum Raðval.