Hinn 10. september síðastliðinn var ég leiðsögumaður í hópi 250 norðmanna sem stóðu við hér á landi þann dag, komu með skipi um morguninn til Reykjavíkur og fóru á miðnætti. Farið var um sveitir Árnessýslu og snæddur hádegisverður. Maður frá ferðaskrifstofunni kom í bílinn, áður en gengið var í matsalinn og kynnti það sem borið yrði á borð. Það undraði norðmenn að ekki skyldi framreitt lambakjöt, heldur heilagfiski – þeir höfðu haft fyrir augunum allan morguninn ær með lömb í haga og fræðst nokkuð um fjárbúskapinn. Ég minnist þess að tveimur mánuðum áður kom ég með hóp dana í mat annars staðar þar í sveitum og þar var líka fiskmeti á borðum. Mig grunar af þessu að ferðamenn kunni að vera sviknir á því sem best má bjóða af afurðum sveitanna og tel ástæðu fyrir bændasamtökin að rannsaka hvaða matur er framreiddur þegar hópar koma á veitingastaði sveitanna. Ferðaskrifstofurnar ráða þessu auðvitað, en veitingafólkið í sveitunum hlýtur að geta haft þar áhrif.

Þetta er óviðkomandi mínum smekk – ég kýs helst fisk, en flestir bílstjórar og leiðsögumenn virðast kjósa kjöt, enda er þeim gjarna boðið kjöt, þegar ferðafólkið fær fisk.

Frey78: (1982) 866