íslensk dagblöð og tímarit hafa þá reglu að íslenska auglýsingar sem berast á erlendum málum. Stundum hefur verið tekið fram á hvaða tungumáli mætti skrifa auglýsanda. Tíminn breytti frá þessu í fyrravetur, þegar hann fór að láta auglýsingakálfinn Notað og nýtt fylgja blaðinu, en kálfurinn er í alþjóðlegri keðju dagblaða.
Þar birtast allmargar auglýsingar á ensku, sumar reyndar á svo furðulegri ensku að erfitt er að ráða í málið. Margir auglýsendanna eru utan enskumælandi landa, og má ætla að þeir tækju því vel að fá svar á einhverju öðru máli en ensku. Tíminn hefur ekki tímt að snara auglýsingunum á íslensku. Hann er í andarslitrunum. Eru það ekki verðug örlög þess, sem svíkur móðurmálið?
Tímanum 19. desember 1991