[...] Borda hugsaði sér að ná hagnýtum árangri, og hann náði honum með fullum rökum. Hugsunin um raðval hófst með innsæi fyrir tilviljun og vakti löngun til að skýra málið. Hér að framan var bent á viðurkennd vinnubrögð við að ráða fram úr, þegar kosið er og atkvæði greidd, og hvernig raðval stæði að því leyti. Hugsunin beindist síðan að því, hvaða áhrif raðval hefði á það, hvernig mál eru búin til, hvernig fjallað er um þau og hvernig fólk skipar sér saman til að vinna að málum; þetta verður rætt. Miklu varðar, að raðval dregur úr því, að ágreiningur hverfist í tvö skaut, ekki aðeins, að fólk skiptist ekki í tvær andstæður um menn, en það vakti fyrir Borda, heldur líka, að svo fari ekki um mál. Líta má á raðval sem þreifingar til samkomulags, og raðval má hagnýta sem grundvöll samkomulagsþreifinga. Það breytir stöðu forystu, sem mótar málsafbrigði, að raðval auðveldar að taka fyrir til afgreiðslu fleiri en tvo kosti í máli.

[...] Getur kjósandi í raðvali haft hag af því að setja fram röð, sem samrýmist ekki skoðun hans? Þetta athugunarefni, að hafa brögð í tafli, er tekið fyrir sérstaklega aftarlega í ritinu (V, Brögð í tafli?) og þá sameiginlega vegna raðvals og sjóðvals, en víðar er minnst á það, sbr. atriðaskrá.

<< Til baka