Í Lýðræði með raðvali og sjóðvali er athugað, hvaða áhrif það hefur á heilindi að viðhafa raðval eða sjóðval.

Það eru heilindi að leggja mál fram í samræmi við það, sem maður telur best, næstbest og svo framvegis, og að tjá sig með atkvæði sínu í samræmi við það, sem maður telur best, næstbest og svo framvegis til hins lakasta, og reyndar einnig að tjá með atkvæðum sínum (í sjóðvali), hversu mikið kapp maður leggur á mál og afbrigði máls.

Þetta er athugað meðal annars:

og reyndar víðar. Annars er það sem rauður þráður í bókinni, að með raðvali og sjóðvali gefst tækifæri að tjá forgangsröðun og með sjóðvali að auki mismikla áherslu, en til þess gefst sjaldnast kostur með atkvæði með hefðbundnum aðferðum.