Í Lýðræði með raðvali og sjóðvali er athugað, hvaða áhrif það hefur á heilindi að viðhafa raðval eða sjóðval.
Það eru heilindi að leggja mál fram í samræmi við það, sem maður telur best, næstbest og svo framvegis, og að tjá sig með atkvæði sínu í samræmi við það, sem maður telur best, næstbest og svo framvegis til hins lakasta, og reyndar einnig að tjá með atkvæðum sínum (í sjóðvali), hversu mikið kapp maður leggur á mál og afbrigði máls.
Þetta er athugað meðal annars:
- í upphafi kaflans Raðval,
- í greininni Önnur umferð um þá tvo sem flestir vildu síst; þar er um það að ræða, þegar kosið er í tveimur umferðum, hvort menn kunni í fyrri umferð að kjósa annan en þeir telja bestan,
- í lok greinarinnar Sameiginleg ábyrgð: Raðval til þreifinga um samkomulag; þar er um það að ræða við ríkjandi vinnubrögð við atkvæðagreiðslu, að menn leggi aðeins fram tvö afbrigði, þótt málið sé víðtækara, og geri ýmist of mikið úr óeiningu eða bæli hana,
- í lok greinarinnar Samþykktarkosning; þar er það spurningin um að kasta ekki atkvæði sínu,
- í kaflanum Brögð í tafli? og í kaflanum Að vera annt um lýðræði.
og reyndar víðar. Annars er það sem rauður þráður í bókinni, að með raðvali og sjóðvali gefst tækifæri að tjá forgangsröðun og með sjóðvali að auki mismikla áherslu, en til þess gefst sjaldnast kostur með atkvæði með hefðbundnum aðferðum.