Síðastliðið haust kynnti Baldvin Jónsson ráð til að koma í verð kindakjöti, sem fellur til umfram neyslu í landinu. Ráðið var að flytja kjötið ófryst til Bandaríkjanna í verslanir, sem hafa skapað sér þá sérstöðu að hafa á boðstólum gæðavöru frá Íslandi.

Það mundi fylgja vörukynningu verslananna, að þetta tilheyrði hefðbundinni sláturtíð að hausti. Þannig yrðu sláturhúsin ekki skuldbundin til að hafa vöruna alltaf til. Þetta ráð er ólíkt því, sem var á árum áður, þegar ætlast var til, að kindakjötið væri á boðstólum erlendis árið um kring. Mér finnst merkilegt í þeim þrengingum, sem sauðfjárræktin er í, að ég skuli ekki sjá frekar minnst á þetta ráð.

Morgunblaðinu (Velvakandi) 19. júlí 2018: 22