Það var á útmánuðum, að ég var við athöfn í Dómkirkjunni. Gamall maður var kvaddur eftir merkan starfsferil. Hann var orðlagður fyrir skyldurækni í starfi og oft áhyggjufullur. Eigi að síður hóf hann gjarna söng í samkvæmum og hélt áfram, þótt flestir sætu að skrafi. Ég sá vel yfir og held ekki, að neinn hafi tekið undir með kórnum í kirkjunni. Mér fannst þéttsetin kirkjan skipuð fólki, sem væri dauðara en sá, sem kvaddur var.

Það hlýtur að vera raun fyrir prestana, sem jarðsyngja, sumir dag eftir dag, að verða ekki varir við, að kirkjugestir taki þátt í því, sem fram fer. Sum lög við jarðarfarir eru að vísu ekki við hæfi almennings, heldur ætluð kórnum einum, en oftast er endað á sálmi, sem flestir geta sungið. Hluttekning í jarðarför hressir þá, sem eftir lifa, og þá ekki sízt söngurinn.

Morgunblaðinu 4. júní 1991 (Velvakandi)