Almennt sjóðval fór fram í Skaftárhreppi að forgöngu Lýðræðissetursins á tímabilinu nóvember 2009 til nóvember 2010. Að svo búnu var hvers konar félögum í hreppnum tilkynnt, að nú léti setrið hreppsbúum eftir frumkvæði að sjóðvali, en byði leiðbeiningar og aðgang að forriti, sem er í vörslu SKÝRR. Þetta er tilefni til að gera grein fyrir verkinu allt frá aðdraganda þess og málunum sjö.
Það gerðist haustið 2008, þegar undirbúið var sjóðval þingmanna/varaþingmanna um rammaáætlun um virkjun og vernd og um fiskveiðistjórn með samtölum við hvern og einn þeirra, að í lok samtals við varaþingmann, búsettan á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi, var minnst á, að ætla mætti, að almennt sjóðval til sveita gæti örvað fólk til þátttöku í málum, sbr. bls. 107-108 í Lýðræði með raðvali og sjóðvali. Varaþingmaðurinn andvarpaði og kvað vissulega þörf á því. Það varð til þess, að ákveðið var að kynna hugmynd um almennt sjóðval í Skaftárhreppi. Fyrst var talað við oddvitann á hreppsskrifstofunni. Oddvitinn hafði langa reynslu og kvaðst sjá fyrir sér, að sú ábyrgð, sem felst í sjóðvali, þar sem menn verða að sýna ráðdeild í atkvæðaboðum, mundi kenna almenningi hófstillingu; hana vildi vanta, þegar hreppsmál væru rædd manna á meðal. Síðan var þeim, sem sat fyrir á hreppsskrifstofunni (sveitarstjóra), kynnt málið og öðrum hreppstjórnarmönnum en oddvitanum.
Á vel sóttum hreppsfundi var málið kynnt sem síðasta mál. Loks var verkefnið kynnt vorið 2009 með heimsóknum og samtölum við svo til alla á kjörskrá.
Öllum heimilum var færð mappa um það. Sjóðvalið fór fram á netinu eða bréfleiðis, enda var netsambandinu víða ábótavant þar til sumarið 2010.
Þegar hreppsbúum var kynnt málið í heimsóknum, mátti skilja, að þeir hefðu allmörg mál til að taka upp. Svo reyndist ekki, heldur voru þau mál, sem þarna voru almenningi efst í huga, ýmislegt, sem sneri að landstjórninni, sem sagt það, sem eiginlega var ekki ágreiningur um í hreppnum.
Þegar fyrsta mál var tekið fyrir, hafði hver kjósandi 40 atkvæði í sjóði. Síðan fékk hann 10 atkvæði í sjóð sinn fyrir upptöku hvers máls. Það varð þó ekki, ef hann var ekki með í þremur málum í röð. Þá fékk hann ekki atkvæði í fjórða sinn. Kjósandinn þurfti því að vera með í fjórða málinu til að fá þá atkvæði í sjóð sinn.
Kjósandi, sem ekki treysti sér, gat haft umboðsmann, svo sem uppkomið barn eða maka. Umboðsmaðurinn ráðstafar atkvæðum kjósandans, þar til hann ákveður annað.
Því var trúað, þegar ákveðið var að efna til sjóðvals, að með því mætti örva almenning til að tjá sig um hreppsmál. Þeir, sem eru í trúnaðarstöðum, eru með greiðari aðgang en aðrir til að tjá sig. Hinir, þar með taldir ungir og aðfluttir, fá með almennu sjóðvali tækifæri til að tjá sig með atkvæðum. Skaftárhreppur bar engin útgjöld af sjóðvalinu.
Þegar þarna var komið sögu, var Skaftárhreppur í þröngri fjárh
agsstöðu. Fólki hafði fækkað, ekki síst börnum og unglingum, og ýmis starfsemi, sem sinnt hafði verið í hreppnum, var sótt annað.
Þessi mál voru tekin fyrir:
•1. mál. Sorphirðugjald
•2. mál. Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs innan Skaftárhrepps
•3. mál. Húsnæði leikskólans
•4. mál. Yfirstjórn skóla hreppsins
•5. mál. Árvirkjanir í aðalskipulagi
•6. mál. Framtíðarstaða Skaftárhrepps
•7. mál. Ábyrgð hreppsins á samkomuhúsum
1. mál Sjóðval um sorphirðugjald
Fimm kostir voru (sjá atkvæðaseðil): A. að hafa óbreytt gjald B. að lækka gjaldið um 10% C. að hækka það um 10% D. að hækka það um 20% E. að hækka það um 30%
Sjóðvalinu lauk 16. nóvember 2009
Úrslit/niðurstaðaFlest atkvæði, 35, voru boðin á afbrigði C (10% hækkun gjaldsins).Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
2. mál Mörk Vatnajökulsþjóðgarðs innan Skaftárhrepps
Sex kostir voru (sjá atkvæðaseðil):A. Óbreytt mörk.B. Langisjór og nánasta umhverfi hans bætist við.C. Lakagígasvæði til vesturs að miðjum Breiðbak og til suðurs bætist við, þannig að hluti Eldgjár verði með.D. Svæði frá Lakagígum vestur að Tungnaá, með hluta Eldgjár bætist við.E. Við bætist það svæði, sem tekur mið af þeim hluta hálendisins, sem nýtur verndar samkvæmt aðalskipulaginu. F. Allur hreppurinn verði innan marka þjóðgarðsins.
Sjóðvalinu lauk 15. desember 2009.
Úrslit/niðurstaðaFlest atkvæði, 155, voru boðin á afbrigði F (allur hreppurinn verði innan marka þjóðgarðsins).
Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
3. mál Húsnæði leikskólans
Þar voru tveir kostir (sjá atkvæðaseðil):A. Leikskólinn verði á sama stað.B. Leikskólinn verði í húsnæði grunnskólans.
Sjóðvalinu lauk 5. febrúar 2010.
Úrslit/niðurstaðaFleiri atkvæði, 187, voru boðin á afbrigði B (leikskólinn verði í húsnæði grunnskólans). Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
4. mál Yfirstjórn skóla hreppsins
Fjórir kostir voru (sjá atkvæðaseðil):A. Sérstakur skólastjóri yfir grunnskólanum, leikskólanum og tónskólanum, eins og nú erB. Einn skólastjóri yfir skólunum þremurC. Einn skólastjóri yfir grunn- og leikskóla, annar yfir tónskólaD. Einn skólastjóri yfir grunnskólanum og tónskólanum og annar yfir leikskólanum
Sjóðvalinu lauk 30. mars 2010.
Úrslit/niðurstaðaFlest atkvæði, 135, voru boðin á afbrigði B (einn skólastjóri yfir skólunum þremur).Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
5. mál Árvirkjanir í aðalskipulagi
Tillaga hreppsins gerir ráð fyrir fjórum virkjunum. Þær eru Búlandsvirkjun, 150 MW, Hólmsárvirkjun, 50 MW, Hnútuvirkjun, 40 MW, og Skálarvirkjun, 6 MW. Á atkvæðaseðli voru 16 kostir, einn með fjórum virkjunum, fjórir með þremur virkjunum, sex með tveimur virkjunum, fjórir hver með sinni virkjun og loks engin virkjun.
Sjóðvalinu lauk 29. apríl 2010.
Úrslit/niðurstaðaFlest atkvæði, 440, voru boðin á afbrigði P (engin virkjun). Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
6. mál Framtíðarstaða Skaftárhrepps
Sjötta sjóðval var um framtíðarstöðu hreppsins. Þar voru sex kostir (sjá atkvæðaseðil):A. Staða hreppsins verði óbreyttB. Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur sameinistC. Svæðið, sem var Skaftafellssýsla, verði einn hreppurD. Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur sameinistE. Svæðið, sem var Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla, verði einn hreppurF. Svæðið, sem var Suðurlandskjördæmi, verði einn hreppur
Sjóðvalinu lauk 14. júní 2010.
Úrslit/niðurstaðaFlest atkvæði, 279, voru boðin á afbrigði B (Sveitarfélagið Hornafjörður og Skaftárhreppur sameinist). Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
7. mál Ábyrgð hreppsins á samkomuhúsum
Sjöunda sjóðval var um ábyrgð hreppsins á samkomuhúsum. Húsin eru Tungusel, Herjólfsstaðaskóli, Efri-Ey, Kirkjuhvoll og Múlakot (skólahúsið). Sett voru fram öll afbrigði í málinu, frá engri ábyrgð til óbreyttrar ábyrgðar á húsunum og allt þar á milli (sjá atkvæðaseðil):
Úrslit/niðurstaðaFlest atkvæði, 120, voru boðin á afbrigði A (Engin ábyrgð á húsunum). Þátttakendum bauðst að skoða heildarúrslit/niðurstöðu málsins á vefsíðunni http://sjodval.is.
Sjóðvalinu lauk 15. nóvember 2010