[...] Í lok greinar II.A.3, Óþarft að kjósa í tveimur umferðum, var spáð í kosningu forseta Íslands með raðvali og í tveimur umferðum. Með þeim gögnum, sem þar voru notuð, hefði kosning með greiðslu einfalds yfirfæranlegs atkvæðis leitt til eftirfarandi niðurstöðu. Í fyrstu talningu fær Ástþór 19, Guðrún 174, Ólafur 229 og Pétur 184, og ekkert þeirra er yfir 50%. Þegar Ástþór er numinn burt úr fyrsta sæti, verða tölurnar 178 á Guðrúnu, 237 á Ólaf og 188 á Pétur, en ekkert þeirra kemst yfir 50%. Þegar Guðrún er svo numin úr fyrsta sæti, verða tölurnar 286 á Ólaf og 249 á Pétur. Samkvæmt tiltækum Gallup–gögnum hefði Ólafur því verið kosinn með greiðslu einfalds yfirfæranlegs atkvæðis.

<< Til baka