Um mörg undanfarin ár hafatillögur Hafrannsoknastofnunar um hæfilega þorskveiði verið rökstuddar með því, að nauðsyn væri að byggja þorskstofninn upp til þess að tryggja viðkomu hans og varanlegan afrakstur. Nú ber svo við, að Svend Aage Malmberg (SM), einn af sérfræðingum stofnunarinnar, bendir á það í Morgunblaðinu 22. f. m. (1 greininni „Hvers vegna ekki 400 þúsund tonn?"), „að stærð hrygningarstofnsins [...] virðist ekki hafa áhrif á nýliðun, hún virðist fremur oftast vera háð árferðinu í sjónum." Ennfremur „að lokum, engan skal undra að fiskstofnar minnki og stækki eftir því sem lendur þeirra breytast að víðáttu og ástandi."

Þarna er viðurkennt, að æti í sjónum sé takmarkað og það komi fram í stærð fiskstofna. Við, sem viljum læra betur fiskifræði, m.a. af því að hún er grundvöllur efnahags landsins, þurfum þá næst að vita, hvernig fiskurinn bregst við minna æti. Kemur kyrkingur í þorskinn? Hefur það verið mælt? Fer þorskurinn að éta bræður sína? Er ekki ástæða til að ganga harðar að þorskinum með veiðum, þegar náttúran þrengir að honum? Þrengir það enn að þorskinum, að lágmarksmöskvar voru stækkaðir svo um árið, að fiskar, sem engar nytjar eru af, svo sem langhali og gulllax, sleppa í gegn og halda áfram að keppa við þorskinn um takmarkað æti? Ef þeim væri í staðinn kastað fyrir borð, gætu þeir fyllt maga þorsksins. Spurning SM, hvers vegna ekki 400 þúsund tonn?, verður enn áleitnari eftir þessa viðurkenningu á því, að ætið sé takmarkað.

Nú veiðist ekki síld. Í fyrra var veiði takmörkuð og allmikið skilið eftir, að talið var, til að tryggja viðkomu hennar. Hefur verið rannsakað hvort fæðuskortur sé farinn að hrjá síldarstofninn?

Morgunblaðinu 6. desember 1991 (Velvakandi)