Síðan veldi dana hér á landi hnignaði og leið undir lok, hefur það verið sjálfsagt mál, að íslendingar sneru sér til landa sinna á íslensku. Nú bregður hins vegar svo við, að árleg skrá Bandalags íslenskra farfugla um farfuglaheimili á landinu er ekki til á íslensku. Þegar ég uppgötvaði þetta, fannst mér ég ekki vera velkominn á farfuglaheimilin. Það er á sama veg það, sem ég sé í farfuglaheimilinu í Laugardal, hér í nágrenni við mig, að ekki er hirt um að hafa almennar tilkynningar til gesta á íslensku.
Morgunblaðinu (Velvakandi) 14. júlí 2000 36-7