Nýliðinn áratug breyttist búfjárhald landsmanna verulega. Sauðfé fækkaði, hrossum og geldneytum fjölgaði, en kúatalan stóð í stað. Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á nýtingu úthaga? Ég hef rætt það við ýmsa málsmetandi menn, sem sumir eru kunnugir víða um land og unnið úr forðagæsluskýrslum og vil gera lesendum Freys grein fyrir því sem ég hef komist að. Ég styrki mál mitt með 6 töflum. Þeir sem fælast slíkt lesmál geta hlaupið yfir, þar.
Búskapur hefur þróast um alllangt frá því sem var, þegar treyst var á hagabeit sauðfjár og hrossa árið um kring, meðan náðist til jarðar, og heyjað var á engjum. Engjaheyskapur hætti að keppa að ráði við beitargripi um hagagróður í og eftir síðari heimsstyrjöld. Vegna tún og beitarræktar og fækkunar sauðfjár hafa bændur svo til alveg hætt að beita sauðfé að vetrinum, en enn er vetrabeit hrossa veruleg.
Hagabeit vor, sumar og haust er forsenda sauðfjár- og hrossahalds. Það breytir miklu um hagagróður í heimahögum, að vetrarbeit var að mestu hætt. Margir halda því fram, að hagagróðri hafi farið mikið fram síðan fyrir 50-70 árum. Áður fyrr tíðkaðist víða að sleppa gemlingum á útmánuðum og ám nokkru fyrir burð. Þá voru fæstar ánna tvílembdar. Nú er það venjulegt, og ærnar fóðraðar fram yfir sauðburð og víða hafðar á túni um skeið. Þegar lambfé kemur í úthaga, getur það bitnað á víði og birkikjarri í námunda við fjárhús. Grös verða ríkjandi í gróðri, þar sem beitt er mikið, en blómgresi, víðir og birkikjarr hopar.
Venja var að nýta heiðar með sauðfjárbeit á sumrin. Það hlífði gróðri í heimahögum og var því mikils virði fyrir vetrarbeit og skipti einnig nokkru máli fyrir engjaheyskapinn. Nú orðið er fé miklu síður á afrétti en áður var.
Tafla 1. Hlutfallstala úthagagripa og nautgripa í landshlutum og sýslum 1981 og 1989 (beitarhlutfallið). |
|||||
Landshluti/sýsla |
1981 |
1989 |
Landshluti/sýsla |
1981 |
1989 |
Reykjanessvæði |
57 |
77 |
Norðurland eystra |
12 |
8 |
Gullbringusýsla |
143 |
194 |
Eyjafjarðarsýsla |
7 |
5 |
Kjósarsýsla |
53 |
73 |
Suður-Þingeyjarsýsla |
13 |
9 |
|
|
|
Norður-Þingeyjarsýsla |
85 |
107 |
|
|
|
|
|
|
Vesturland |
23 |
73 |
|
|
|
Borgarfjarðarsýsla |
17 |
15 |
Austurland |
33 |
20 |
Mýrasýsla |
23 |
17 |
Norður-Múlasýsla |
44 |
29 |
Snæfellsnessýsla |
24 |
15 |
Suður-Múlasýsla |
27 |
12 |
Dalasýsla |
41 |
33 |
Austur-Skaftafellssýsla |
27 |
22 |
|
|
|
|
|
|
Vestfirðir með Ströndum |
42 |
32 |
Suðurland |
13 |
11 |
A-Barðastrandarsýsla |
35 |
27 |
V-Skaftafellssýsla |
22 |
14 |
V-Barðastrandarsýsla |
20 |
12 |
Rangárvallasýsla |
14 |
12 |
Vestur-Ísafjarðarsýsla |
39 |
25 |
Árnessýsla |
11 |
8 |
Norður-Ísafjarðarsýsla |
30 |
22 |
|
|
|
Strandasýsla |
141 |
168 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Norðurland vestra |
32 |
25 |
|
|
|
Vestur-Húnavatnssýsla |
44 |
37 |
|
|
|
Austur-Húnavatnssýsla |
36 |
27 |
|
|
|
Skagafjarðarsýsla |
26 |
21 |
Landið allt |
20 |
15 |
Talið var að 35-45% fjárins hafi verið á fjalli sumarið 1978. Hlutfallið hefur enn lækkað, niður í 30-35%. Þá dregur það ennfremur úr beit á afréttum, að fé í heild hefur fækkað og er skemur á fjalli, þar sem það er flutt seinna á afrétt og afréttir smalaðir fyrr á haustin. Á móti vegur aukin frjósemi fársins.
Áður fyrr voru heiðar nýttar með stóðbeit, en það er nú að mestu lagt af. Hross á afrétti leggjast, einkum á vallendi á lækjarbökkum. Þegar það er friðað fyrir hrossum, verður það fyrstu árin kjörið beitiland fyrir sauðfé, en til lengdar reynist slík beit of væg til aðkoma í veg fyrir sinumyndum.
Víða eru hagar nú ofbeittir af hrossum, þótt hrosseigendur ættu að geta haft hóf á með áburði á haga og bættu skipulagi, svo sem með rafgirðingum. Stóðhross eru miklu fleiri en reiðhestar og ganga flest úti á vetrinum, en er gefið með beit.
Mjólkurkúm er mest beitt á ræktað land, en geldneyti nokkuð í úthaga.
Ætla má að blönduð beit sauðfjár, nautgripa og hrossa fari betur með gróðurlendi en einhliða beit. Þeim, sem hafa mjólkurkýr, hefur fækkað undanfarna 2-3 áratugi. Ætla má að það valdi ójafnvægi í hagabeit. Athugum hvort tölur forðagæslunnar bendi til vaxandi ójafnvægis. Talið er að hestur þurfi jafnmikla beit og 8 sauðkindur (vetrarfóðrað). Þá reiknast beitarþungi með því að leggja áttfalda tölu hrossa við tölu sauðfjár. Síðan má finna hlutfall þannig reiknaðs beitarþunga og tölu ásettra nautgripa. Það kallast hér beitarhlutfall. Það breyttist á öllu landinu frá 1981 til 1989 úr 20 í 15 (tafla 1).
Í fjórum sýslum (kaupstaðir taldir með móðursýslu) þar sem munaði tiltölulega mest um úthagagripi (hlutfallið >50) stækkaði hlutfallið á þessum árum. Tvær þessara sýslna eru strjálbýlar og afskekktar með fátt búfé annað en sauðfé. Í annarri eru alls staðar góðir sumarhagar og í hinni svo alls staðar. Hinar sýslurnar eru höfuðborgarsvæðið, og þar er breytingin fólgin í mikilli fjölgun hrossa . Fjöldi hrossa sem skráð eru á höfuðborgarsvæðinu er í sumarhögum á Suðurlandi og Vesturlandi, og breytir það að sjálfsögðu beitarhlutfallinu, en kemur ekki fram í tölum töflunnar.
Sömu þróunar verður vart, þegar litið er á sveitir í stað sýslna. Í alls 47 sveitarfélögum af samtals um 200 hækkaði hlutfallið. Allmörg þeirra eru þéttbýli. Í þeim sveitum, sem þróunin var í þessa átt, er gróðurfar yfirleitt þannig, að hlutfallsbreytingin bendir ekki til afturfarar. Tafla 2 sýnir hvernig hreppar landsins skiptast eftir hlutfalli úthagagripa og nauðgripa. Í flokknum með hlutfallið minna en 15 eru hrepparnir orðnir talsvert fleiri, en tala hreppa með hæsta hlutfallið (>75) er nokkuð stöðugt.
Tafla 2. Fjöldi hreppa eftir beitarhlutfalli |
|||||
Beitar- hlutfallið |
Hreppar
|
||||
Fjöldi |
Hlutfall % |
||||
|
|
1981 |
1989 |
1981 |
1989 |
0 |
|
1 |
1 |
0,5 |
0,5 |
>0- |
<5 |
7 |
14 |
3,5 |
7,5 |
5- |
<10 |
18 |
32 |
9,0 |
16,5 |
10- |
<15 |
21 |
33 |
10,5 |
17,0 |
15- |
<20 |
24 |
21 |
12,0 |
11,0 |
20- |
<25 |
15 |
17 |
7,5 |
9,0 |
25- |
<50 |
51 |
22 |
25,5 |
11,5 |
50- |
<75 |
14 |
5 |
7,0 |
2,5 |
75- |
<100 |
8 |
9 |
4,0 |
4,5 |
100- |
<200 |
10 |
8 |
5,0 |
4,0 |
Stærri |
|
15 |
13 |
7,5 |
6,5 |
Án nautgripa |
16 |
18 |
8,0 |
9,5 |
|
Alls |
200 |
193 |
100 |
100 |
Tafla 3 sýnir beitarþunga í hreppunum flokkuðum eftir beitarhlutfalli. Beitarþungi hefur aukist í hreppum með hlutfallið undir 15, hann hefur minnkað verulega í hreppum með hlutfallið 25-75, en að öðru leyti er hlutfallið nokkuð stöðugt.
Tafla 3. Beitarþungi í hreppum flokkuðum eftir beitarþunga |
|||||
|
Beitarþungi |
||||
Fjöldi |
Hlutfall % |
||||
|
Beitarhlutfall |
1981 |
1989 |
1981 |
1989 |
|
|
|
|
|
|
0- |
<5 |
24 581 |
54 017 |
2,0 |
5,5 |
5- |
<10 |
114 651 |
137 591 |
10,0 |
13,5 |
10- |
<15 |
147 938 |
224 818 |
13,0 |
22,0 |
15- |
<20 |
149 259 |
130 418 |
13,0 |
12,5 |
20- |
<25 |
111 986 |
141 322 |
10,0 |
14,0 |
25- |
<50 |
347 144 |
162 540 |
30,5 |
16,0 |
50- |
<75 |
73 407 |
25 783 |
6,5 |
2,0 |
75- |
<100 |
31 171 |
42 594 |
2,5 |
4,0 |
100- |
<200 |
51 260 |
40 744 |
4,5 |
4,0 |
Stærri |
|
66 455 |
50 577 |
6,0 |
5,0 |
Án nautgripa |
19 999 |
14 000 |
2,0 |
1,5 |
|
Alls |
1 137 851 |
1 024 404 |
100 |
100 |
Tafla 4 sýnir skiptingu búa eftir beitarhlutfalli. Bú í Ystu flokkum eru orðin hlutfallslega fleiri.
Tafla 5 sýnir beitarþung á búum flokkuðum eftir beitarhlutfalli. Þunginn hefur færst í ystu flokkana bæði að tölunni til og hlutfallslega.
Tafla 4. Búum skipt eftir beitarhlutfalli |
|||||
|
Bú |
||||
Fjöldi |
Hlutfall % |
||||
|
Beitarhlutfall |
1981 |
1989 |
1981 |
1989 |
Aðeins nautgripir |
71 |
139 |
1,5 |
3,5 |
|
0- |
<5 |
520 |
697 |
12,0 |
18,0 |
5- |
<10 |
493 |
384 |
11,5 |
10.0 |
10- |
<15 |
304 |
211 |
7,0 |
5,5 |
15- |
<20 |
214 |
120 |
5,0 |
3,0 |
20- |
<25 |
133 |
81 |
3,0 |
2,0 |
25- |
<50 |
276 |
166 |
6,5 |
4,5 |
50- |
<75 |
120 |
80 |
3,0 |
2,0 |
75- |
<100 |
87 |
65 |
2,0 |
1,5 |
100- |
<200 |
176 |
104 |
4,0 |
2,5 |
Stærri |
|
100 |
62 |
2,5 |
1,5 |
Án nautgripa |
1 819 |
1 789 |
42,0 |
46,0 |
|
Alls |
4 313 |
3 898 |
100 |
100 |
|
Tafla 5. Beitarþungi á búum flokkuðum eftir beitarhlutfalli |
|||||
|
Beitarþungi |
||||
Fjöldi |
Hlutfall % |
||||
|
Beitarhlutfalli |
1981 |
1989 |
1981 |
1989 |
0- |
<5 |
60 663 |
84 613 |
5,0 |
7,5 |
5- |
<10 |
112 438 |
107 135 |
9,0 |
9,5 |
10- |
<15 |
89 470 |
70 895 |
7,5 |
6,5 |
15- |
<20 |
71 636 |
48 379 |
6,0 |
4,5 |
20- |
<25 |
48 325 |
37 950 |
4,0 |
3,5 |
25- |
<50 |
104 050 |
69 594 |
8,5 |
6,0 |
50- |
<75 |
43 424 |
30 419 |
3,5 |
2,5 |
75- |
<100 |
27 098 |
27 535 |
2,0 |
2,5 |
100- |
<200 |
67 775 |
44 824 |
5,5 |
4,0 |
Stærri |
|
72 735 |
61 505 |
6,0 |
5,5 |
Án nautgripa |
520 315 |
531 975 |
42,5 |
47,5 |
|
Alls |
1 217 929 |
1 114 824 |
100 |
100 |
Töflurnar sýna ótvírætt, að beitarþunginn hefur færst í ystu flokkana, en það er óheppilegt fyrir nýtingu hagagróðurs.
Að lokum sýnir tafla 6 skiptingu búa eftir fjárfjölda. Búin hafa hliðrast niður á við í flokkuninni, og fjölgun hefur einungis orðið í flokki búa með minna en 100 fjár.
Tafla 6. Fjöldi búa eftir fjárfjölda |
|
|||
Fjárfjöldi |
1981 |
1989 |
||
<100 |
|
705 |
957 |
|
100- |
<200 |
402 |
262 |
|
200- |
<300 |
303 |
243 |
|
300- |
<400 |
247 |
204 |
|
400- |
<500 |
88 |
75 |
|
500 eða meira |
74 |
48 |
||
Samtals |
1 819 |
1 789 |
Björn S. Stefánsson er búnaðarhagfræðingur
Frey 87 (1991) 56-8