Yfirlýsing í grein í riti sænskra stjórnmálafræðinga, Statsvetenskaplig tidskrift, 4/2020 (birtist í norska og enska hluta vefsíðunnar)

Björn á engan sinn líka á sviði hópákvarðana og atkvæðagreiðslukenninga. Hann er fær í kenningum og hefur rætt ómöguleikakenningu Arrows við hann sjálfan til aukins skilnings á henni. En það eru ekki allir, þótt þeir séu færir í kenningum, sem hafa hæfileika til nýsköpunar og hagnýta sýn. Það hefur Björn. Hann finnur upp og hann framkvæmir, og hann hefur sýn á þjóðfélagið og stjórnmál, svo að hann sér út margbreytileg og mjög áhugaverð tækifæri til að vinna með. Þetta kemur ekki síst fram í tveimur ritum, sem fylgdu á eftir fyrsta ritinu, nefnilega „Raðval og sjóðval: Staðan í árslok 2018. Greinar og athugasemdir síðan 2003” og „On Arrow’s possibility theorem”.