Í fræðum hópákvarðana, sem stunduð eru m.a. í hagfræði, stjórnmálafræði, leikjafræði, heimspeki (rökfræði) og félagsfræði, hafa síðan 1970 komið fram ein sex nýmæli, sem gera fyrri viðtök marklaus. Nýmælin eru

1)   aðferð þar sem áhersla hvers þátttakanda í atkvæðagreiðslu skilar sér í niðurstöðu
2)   að Arrow ómerkir upphaflegt skilyrði sitt frá 1951, þess efnis að ómarktækir kostir megi ekki hafa áhrif á röð hinna kostanna
3)   hugtakið merking ákvörðunar til mats á aðferðum atkvæðagreiðslu
4)   að hugmyndinni um ómarktæka kosti sem skilyrði þess að atkvæðagreiðsluaðferð sé gild var hafnað með rökum hagfræðikenninga um eftirspurn
5)   sjóðval til að fjalla um stórmál, svo sem fjárhagsáætlun
6)   tvær þversagnalausar aðferðir við atkvæðagreiðslu

Gerð verður grein fyrir tilurð þessara nýmæla, hvernig færustu vísindamenn viðurkenndu þau jafnóðum (1 og 3-6) og hvernig hinn alþjóðlegi menntaheimur hefur brugðist við. Greinargerðinni svipar til þess, hvernig Thomas Kuhn fjallaði um þróun eðlisfræðinnar árið 1962 í bókinni The structure of scientific revolutions, sem Bókmenntafélagið gaf út í fyrra sem Vísindabyltingar.

Umfjöllun um nýleg rit á þessu sviði með tilliti til framangreindra nýmæla er á sérstökum stað á ResearchGate: https://www.researchgate.net/profile/Bjoern_Stefansson/contributions

Bent er á tvær úttektir þar:

Collective choice and social welfare. Expanded edition. Amartya K. Sen. Penguin Books 2017. A discussion in the view of the procedures sequential choice and fund voting

og

The Arrow impossibility theorem. Eric Maskin and Amartya Sen with Kenneth J. Arrow, Partha Dasgupta, Prasanta K. Pattanaik and Joseph E. Stiglitz. (Kenneth J. Arrow lecture series) Columbia University Press, 2014. A discussion

 

Björn S. Stefánsson: Lagt fram á málstofu Reykjavíkurakademíunnar (Í öndvegi) 7. desember 2017