Lýðræðissetrið ehf. - Brusselmaður á Bessastaði

Merki Lýðræðissetursins

Lýðræðissetrið Demokratisentret Democracy Center

Rannsókn og ráðgjöf um aðferðir við atkvæðagreiðslu og kosningu

Ýmsir telja, að staða Íslands gagnvart Evrópusambandinu sé ekki háð atbeina forseta Íslands. Hvað sem því líður hafa stuðningsmenn aðildar að sambandinu beitt sér í forsetakosningum. Árið 2012 stóð til, að Jón Hannibalsson yrði í framboði, en af því varð ekki. Þá bauð sig fram bróðurdóttir hans, Þóra Arnórsdóttir, þekkt úr Sjónvarpinu. Í aðdraganda kosninganna nú fréttist af ýmsum konum, aðildarsinnum, sem kynnu að bjóða sig fram. Guðni Th. kom fram, þegar þær höfðu hætt við. Þjóðin hafði þá undanfarið kynnst honum í hlutverki álitsgjafa Sjónvarps og Útvarps. Nú  hafa verið dregin fram ýmis atriði, sem sýna, að í Guðna eiga aðildarsinnar mann, sem hefur sýn á stöðu Íslands og sögu, sem fellur að sýn þeirra. Kynning Sjónvarpsins á Guðna, áður en framboð hans var  tilkynnt, var vitaskuld mikilvægt upphaf framboðs. Föstudagskvöldið 3. júní unnu umræðustjórar Sjónvarpsins greinilega í þágu hans.

             Sjónvarpið kom forsætisráðherra frá. Nú reynir á, hvort það kemur sínum manni á Bessastaði.

Morgunblaðinu 8. júní 2016 20