Markmið Lýðræðissetursins er að kynna raðval og sjóðval beint til alls almennings.
Beiting raðvals og sjóðvals hlýtur að geta látið samfélag einkennast áfram af vinnubrögðum og anda, sem einkennir gott samfélag, Það varðar ekki síst þá, sem eru í áhrifastöðu, alþingismenn og ráðamenn innanlands og á alþjóðavettvangi...
Raðval við atkvæðagreiðslu og kosningu er úrlausn á ævagömlu viðfangsefni rökfræði um það, hvernig má haga kosningu um fleiri en tvo. Sjóðval svarar draumsýn Colemans um þjált fyrirkomulag við að ráða málum til lykta í líkingu við peningakerfi. Bókin tekur út viðtak Arrows um hópákvarðanir.
Kynnt eru tök með sjóðvali við gerð fjárlaga og framkvæmdaáætlana, mótun skipulags lands og þéttbýlis og nýtingu auðlinda. Hagnýting raðvals og sjóðvals er athuguð undir því sjónarhorni félagsfræði, hvernig samfélag verður til við sameiginleg tök á málum, og, skylt því, með það meginstef mannfræði í huga, hvað viðheldur mannfélagi og endurnýjar það.