Raðval við atkvæðagreiðslu og kosningu er úrlausn á ævagömlu viðfangsefni rökfræði um það, hvernig má haga kosningu um fleiri en tvo.
Lýðræði með raðvali og sjóðvali svarar draumsýn Colemans (stjórnmálafræði, hagfræði) um þjált fyrirkomulag við að ráða málum til lykta í líkingu við peningakerfi. Bókin tekur út viðtak Arrows um hópákvarðanir (hagfræði). Kynnt eru tök með sjóðvali við gerð fjárlaga og framkvæmdaáætlana, mótun skipulags lands og þéttbýlis og nýtingu auðlinda (hagfræði, stjórnsýslufræði, umhverfisfræði, auðlindahagfræði). Hagnýting raðvals og sjóðvals er athuguð undir því sjónarhorni félagsfræði, hvernig samfélag verður til við sameiginleg tök á málum, og, skylt því, með það meginstef mannfræði í huga, hvað viðheldur mannfélagi og endurnýjar það..
Formálsorð á hinni árlegu hollensk-flæmsku ráðstefnu stjórnmálafræðinga, Leiden 8. júní 2018
Eitt af ýmsum efnum í rannsóknum, sem lúta að atkvæðagreiðslu og kosningu, er túlkun á merkingu atkvæðagreiðslu og kosningar. Í fyrsta lagi er atkvæðagreiðsla og kosning tjáning hvers og eins, tjáning hluta af viðkomandi heild og tjáning heildarinnar. Þá er atkvæðagreiðsla að formi til ályktun heildarinnar, og getur þá verið ráð til að leita afstöðu, sem ekki var ljós, og samþykkja hana, eða ráð til að samþykkja og staðfesta álit, sem er vitað—eða kann að liggja; það kann að vera hvort tveggja í senn. Þessu verður lýst með reynslu. Þá verður raðval og sjóðval metið með tilliti til efnisins.
Sólfræðingar hafa merkt, að sólin hefur verið daufari undanfarin ár. Þannig hefur sagan verið, að virkni sólar hefur sveiflast verulega. Það sýna þeir á línuritum, sem ná yfir árþúsundir.
Síðast var sólin verulega dauf fyrir fjórum öldum. Af því leiddi í Evrópu litla ísöld (1645-1715), en hún dró á eftir sér kulda í ein 150 ár. Hér norður við heimskautsbaug mundu tímamörkin hafa verið önnur. Sólfræðingar kunna ekki að svara því, hvort nú fari í sama far og á 17. öld. Þeir telja kólnunina geta orðið allt að því eins mikla, en minnst verði hún, sem svarar til þeirrar hlýnunar, sem maðurinn kann að hafa valdið með umsvifum sínum undanfarnar tvær aldir.
Í fræðum hópákvarðana, sem stunduð eru m.a. í hagfræði, stjórnmálafræði, leikjafræði, heimspeki (rökfræði) og félagsfræði, hafa síðan 1970 komið fram ein sex nýmæli, sem gera fyrri viðtök marklaus. Nýmælin eru
Þegar þetta er ritað í febrúar 2016 í aðdraganda forsetakjörs, er óvissa um frambjóðendur. Sumum líst ekki á, ef frambjóðendur verða segjum 10, að maður skuli geta náð kjöri með 11% atkvæða á bak við sig. Í þeirri stöðu gæti verið svo, að 89% kjósenda vildu hann með engu móti, en það kemur ekki fram af kjörseðlunum. Þó að slík ósköp verði ekki, er á það að líta, að aðeins einn forseti hefur hér verið kosinn í fyrsta sinn með meirihluta atkvæða, en það var Kristján Eldjárn 1968. Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti með þriðjungi atkvæða 1980. Þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kosinn forseti í fyrsta sinn, fékk hann rúm 40% atkvæða. Það segir ekki, að þeir, sem kusu hann, hafi verið traustir stuðningsmenn hans upp frá því. Fyrirkomulag forsetakjörs hér tryggir ekki, að forseti njóti trausts stuðnings hvorki í upphafi né þegar frá líður.
Af tali manna að ráða er almennur skilningur á áhrifum innflytjenda á hag landsmanna. Innflytjendur þrengja helst að þeim, sem standa veikt, svo sem fyrri innflytjendum, en aðrir hafa ávinninginn af innflytjendunum. Vandinn er sá að ofbjóða ekki, svo að sú tilfinning vakni, með réttu eða röngu, að þrengt sé að ýmsum, sem hér hafa alið aldur sinn og hafa átt í vök að verjast. Þannig verða leiðindi, sem meðal annars birtast sem hatursorðræðu. Vitaskuld er hatursorðræða landsmanna um eigin landsmenn miklu rammari en hatursorðræða þeirra um útlendinga og hefur lengi verið.
Virkni sólar hefur sveiflast verulega undanfarnar árþúsundir. Síðast var sólin verulega dauf fyrir fjórum öldum. Af því leiddi litla ísöld í Evrópu 1645-1715, en hún dró á eftir sér kulda í ein 150 ár. Hér norður við heimskautsbaug mundu tímamörkin hafa verið önnur. Þekkt er mynd, sem endurspeglar litlu ísöld, af ísi lagðri Lundúnaánni Thames frá síðari hluta 17. aldar. Menn hafa spurt sig, hvers vegna stefndi þá um síðir í aðra átt, til hlýnunar, en ekki til eiginlegrar ísaldar, eins og ef til vill var stutt í. Þess hefur verið getið til, að þegar á 18. öld hafi gætt hlýnunar loftslags vegna kolabruna og það ráðið viðsnúningnum.