Tillaga um sameiningu fimm hreppa í einn var lögð fyrir almenning í hreppunum. Um leið var könnuð afstaða til nafns á hreppnum, sem mundi myndast við sameininguna. Um 13 nöfn var að velja. Á atkvæðaseðlinum var kjósandanum bent á að merkja 1 við það nafn, sem honum félli best „og svo framvegis”. Nánari leiðbeining var á kjörstað. Aðferðin var ekki kynnt fyrirfram öðrum en nokkrum kjörstjórnarmönnum, og nöfnin voru ekki kynnt fyrr en daginn fyrir kjördag.

701 skilaði kjörseðli um sameininguna. Gildir seðlar við val á nafni urðu 593. 238 merktu við aðeins eitt nafn, en 355 neyttu færis að matsraða nöfnum, flestir ofan frá með tveimur eða fleiri nöfnum, en 114 röðuðu neðanfrá, þ. e. a. s. þeir neyttu þess færis, sem raðval gefur, að lýsa fullri vanþóknun á einni hugmynd eða fleirum. Þess varð ekki vart, að aðferðin þætti vandasöm.

Lýðræði með raðvali og sjóðvali 2003