Setjum sem svo, að til standi í Stórahreppi að undirbúa í sjóðvali afgreiðslu nokkurra málaflokka og afgreiða málin að lokum í hefðbundinni atkvæðagreiðslu, það er að segja með, móti, hjáseta. Um er að ræða skólamál, samgöngumál og félagsmál. Einn málaflokkanna er tekinn til athugunar og umræðu, sem kann að enda í óeiningu í nokkrum málum. Málin, sem ekki er eining um, eru tekin saman og afgreidd í einni lotu í sjóðvali. Málaflokkurinn er þá lagður á hilluna án lokaafgreiðslu. Síðan er farið eins með hina málaflokkana. Eftir slíka meðferð heldur sjóðval áfram í einstökum málaflokkum, ef ástæða þykir til. Þá fer afgreiðsla málsins fram í hefðbundinni atkvæðagreiðlsu.