Lýðræðissetrið hefur lagt drög að sjóðvali þingmanna og varaþingmanna um tvö mál: fiskveiðistjórn og rammaáætlun um virkjun og vernd orkulinda. Oddvitar þingsveitanna voru látnir vita í janúar 2008. Síðan var talað við þingmenn og varaþingmenn, hvern fyrir sig (stundum tvo í einu). Ráðherrar eru ekki með, en bætt við manni á sama framboðslista. Samtölum við 115 vegna þáverandi þings lauk í mars 2009. Með nýju þingi í apríl bættust við 82 að tala við. Samtölunum lauk í apríl 2010. Málið var því kynnt þingmönnum og varaþingmönnum tveggja kjörtímabila. Þeim gefst öllum kostur á að vera með. Talað var við langflesta.

 Þegar rammaáætlun verkefnisstjórnar hefur verið birt, hefst sjóðval um hana. Það felst í því að flytja kosti milli flokka verndar og nýtingar og biðflokks og skerpa eða milda verndarákvæði og takmarka eða rýmka heimildir til virkjunar. Hér er um að ræða skoðanakönnun, sem hver verður að meta, hvers virði er til að taka tillit til, þ. á m. þing og stjórn, eins og er með aðrar skoðanakannanir.

Sjóðval um fiskveiðistjórn stóð frá september til nóvember 2010, eins og hér má lesa nánar.