Markmið Lýðræðissetursins er að kynna raðval og sjóðval beint til alls almennings.
Beiting raðvals og sjóðvals hlýtur að geta látið samfélag einkennast áfram af vinnubrögðum og anda, sem einkennir gott samfélag, Það varðar ekki síst þá, sem eru í áhrifastöðu, alþingismenn og ráðamenn innanlands og á alþjóðavettvangi...
... á engan sinn líka á sviði hópákvarðana og atkvæðagreiðslukenninga.
Prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskólann í Osló Knut Midgaard

Lýðræði með raðvali og sjóðvali

Raðval við atkvæðagreiðslu og kosningu er úrlausn á ævagömlu viðfangsefni rökfræði um það, hvernig má haga kosningu um fleiri en tvo. Sjóðval svarar draumsýn Colemans um þjált fyrirkomulag við að ráða málum til lykta í líkingu við peningakerfi. Bókin tekur út viðtak Arrows um hópákvarðanir.

Kynnt eru tök með sjóðvali við gerð fjárlaga og framkvæmdaáætlana, mótun skipulags lands og þéttbýlis og nýtingu auðlinda. Hagnýting raðvals og sjóðvals er athuguð undir því sjónarhorni félagsfræði, hvernig samfélag verður til við sameiginleg tök á málum, og, skylt því, með það meginstef mannfræði í huga, hvað viðheldur mannfélagi og endurnýjar það.

Fréttir og umræða

Mestu uppgangsár Reykjavíkur á fyrri hluta síðustu aldar voru þegar skútuútgerð blómstraði og svo enn frekar þegar togaraútgerðin tók við. Lítil athugun á fjölskyldusögu leiddi mig til þeirrar ályktunar, að starfið hefði ekki verið borið uppi af...
Nokkur dæmi um laxanytjar, sem eru hvert fyrir sig ekki stórvægileg, en dreg síðan nokkuð djarfa ályktun af.
Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, skoðaði Gamla sáttmála sem verktakasamning (Mbl. 6. ágúst). Með honum hefði Noregskonungur tekið að sér að tryggja hagsmuni íslendinga gegn því að fá að ráða á Íslandi. Í þessu sambandi má minna á nýlegar...
Pétur Pétursson og Jónas Elíasson hafa mikið undir í bók sinni Trú og vald í mannkynssögunni (2021). Þar nýtur menntunar þeirra, Pétur guðfræðingur og félagsfræðingur og Jónas verkfræðingur. Saga þeirra hefst að fornu í Egyptalandi, ríki, sem...
Bein Jónasar Hallgrímssonar voru grafin á Bakka í Öxnadal haustið 1946; þetta er á vitorði meðal niðja þeirra, sem að verki voru. Einn þeirra, nú látinn, Ágúst, sonur Sigurðar prests, sem þjónaði Bakkasókn, birti reyndar lýsingu á málinu öllu í...
Yfirlýsing í grein í riti sænskra stjórnmálafræðinga, Statsvetenskaplig tidskrift, 4/2020 (birtist í norska og enska hluta vefsíðunnar) Björn á engan sinn líka á sviði hópákvarðana og atkvæðagreiðslukenninga. Hann er fær í kenningum og hefur rætt...
Flutningur Arnars Jónssonar í Útvarpinu á Sjálfstæðu fólki var list. Halldór Laxness skýrði tilurð sögunnar í Úngur eg var 1976. Umræðan um bókina núna í sambandi við útvarpsflutninginn hefur ekki tekið tillit til skýringar hans. Í grein í...
Strætóleiðir hér í Reykjavík heita nöfnum og tölum. Ég tek sem dæmi leið, sem heitir Sléttuvegur, þegar farið er úr Vesturbænun, en Eiðisgrandi, þegar farið er í hina áttina. Leiðin ber samt alltaf töluna 13. Vegagerðin gefur þjóðvegum tölur, eins...
Í samráðsgátt stjórnarráðsins voru kynntar hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni, sem varða forseta Íslands. Eftirfarandi umsögn var send 21. júlí 2020.