Democracy with Sequential Choice and Fund Voting in Icelandic


ISBN 9979-54-547-X Reykjavik 2003
epub

ISBN 978-9935-9034-0-2 Reykjavík 2012
Kindle
ISBN 978-9935-457-05-9 Reykjavík 2013

Raðval við atkvæðagreiðslu og kosningu er úrlausn á ævagömlu viðfangsefni rökfræði um það, hvernig má haga kosningu um fleiri en tvo. Bókin svarar draumsýn Colemans (stjórnmálafræði, hagfræði) um þjált fyrirkomulag við að ráða málum til lykta í líkingu við peningakerfi. Bókin tekur út viðtak Arrows um hópákvarðanir (hagfræði). Kynnt eru tök með sjóðvali við gerð fjárlaga og framkvæmdaáætlana, mótun skipulags lands og þéttbýlis og nýtingu auðlinda (hagfræði, stjórnsýslufræði, umhverfisfræði, auðlindahagfræði). Hagnýting raðvals og sjóðvals er athuguð undir því sjónarhorni félagsfræði, hvernig samfélag verður til við sameiginleg tök á málum, og, skylt því, með það meginstef mannfræði í huga, hvað viðheldur mannfélagi og endurnýjar það.

Kynning á kápu

Eins og nú er farið að, geta menn ekki tjáð nánar með atkvæði sínu, hvað þeir vilja, það er að segja þetta helst, þetta næsthelst o. s. frv. og þetta síst, né sett kosti í sama sæti til að lýsa því, að þeir geri ekki mun á þeim. Það má gera í raðvali, og niðurstaðan mótast rökvíslega af því.
Eins og atkvæðagreiðslu er nú háttað, geta menn ekki tjáð með atkvæði sínu, hversu mjög þeir láta sig mál varða, þannig að það mælist í niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar, og þaðan af síður mælist, hversu mikið hver og einn lætur sig varða mismunandi útfærslu einstaks máls. Það gerist hins vegar í sjóðvali.